
Rifjaðu upp eitthvað fyndið sem gerðist og segðu frá því. Hverju tekurðu eftir í líkamanum þínum?
Hvaða góða ráð hefur þú fengið og frá hverjum var það?
Komið í ferðalag um Vinaskóg með forvitnum og skemmtilegum dýrum sem deila með okkur visku sinni. Dragið spil í rólegu og öruggu umhverfi með einhverjum fullorðnum sem þið treystið. Hvert spil er boð um að tengjast þér og þeim sem eru í kringum þig og læra í leiðinni meira um hvert annað.
Í Vinaskógi má alltaf segja pass og draga annað spil. Við keppumst ekki um það að vinna heldur skilja spilin eftir sig eitthvað nýtt í huga og hjarta þeirra sem taka þátt.
Spilin veita tækifæri til dýpri tengsla og samtals í hversdagsleikanum og eru hugsuð sem róleg afþreying án mikils áreitis eða truflunar.
Spilin henta börnum á yngsta stigi grunnskóla en yngri börn geta tekið þátt á sinn hátt með aðstoð frá fullorðnum.