Greiðsluskilmálar

1 vegna Vinaskógur – spil fyrir börn, hér eftir nefnt „spilið“.

Söluaðili:

Mildi og mennska slf. (7003221570) 

Thorsteinnv@karlmennskan.is

vinaskogur.is

Afhending

Pantanir á spilinu eru almennt afgreiddar innan þriggja virkra daga og er dreift með Dropp eða Póstinum.

Trúnaður

Seljandi heitir kaupanda fullum trúnaði um allar þær upplýsingar sem kaupandi gefur upp í tengslum við viðskiptin. Upplýsingar frá kaupanda verða ekki afhentar þriðja aðila undir neinum kringumstæðum.

Varnarþing

Ákvæði og skilmála þessa ber að túlka í samræmi við íslensk lög. Komi upp ágreiningur eða telji kaupandi sig eiga kröfu á hendur söluaðila á grundvelli ákvæða og skilmála, verður slíkum ágreiningi eða kröfu vísað til meðferðar hjá héraðsdómi Reykjavíkur.

Ábyrgð

Sé vara gölluð eða ónothæf vegna skemmda í flutningum er kaupanda boðin ný vara í staðinn og greiðir söluaðili allan sendingakostnað sem um ræðir sé þess krafist.

Vöruskil og endurgreiðslur

Þú hefur rétt til að falla frá þessum samningi innan 14 daga frá því að þú fékkst spilið afhent. Frestur til að skila spilunum til okkar aftur rennur út 14 dögum eftir þann dag. Til þess að nýta réttinn þarft þú að tilkynna okkur ákvörðun þína með ótvíræðri yfirlýsingu á netfangið thorsteinnv@karlmennskan.is þar sem tilkynnt er um að viðkomandi vilji skila og fá endurgreitt. Kostnaður við skil greiðist af seljanda innan 14 daga frá skilum.